Rússar rannsaka „hryðjuverk“ við landamærin

Eyðilegging í Belgorod eftir sprengingu sem varð þar fyrir um …
Eyðilegging í Belgorod eftir sprengingu sem varð þar fyrir um mánuði síðan. AFP

Rússar segjast hafa hafið rannsókn á „hryðjuverkum” eftir bardaga rússneskra hersveita við hópa sem komu yfir landamærin frá Úkraínu til að fremja skemmdarverk, að þeirra sögn.

„Sakamálarannsókn er hafin vegna árásar á íbúabyggð í héraðinu Belgorod,” sagði í tilkynningu frá rússneskri rannsóknardeild sem annast stór sakamál.

Rannsakendur segjast hafa hafið rannsókn á fjölda glæpa, þar á meðal „hryðjuverkaárás”, tilraun til manndráps, eyðileggingu eigna og ólöglega meðferð vopna og sprengiefna.

Í tilkynningunni sagði að vopnaðir úkraínskir hópar hefðu ráðist á hverfið Graivoron Belgorod í suðurhluta Rússlands.

Fram kemur að þó nokkrir almennir borgarar hafi særst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert