Ellefu stiga for­ysta Inter og Ron­aldo skoraði í mikil­vægum sigri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ronaldo og Gennaro Gattuso, stjóri Napoli, hönd í hönd.
Ronaldo og Gennaro Gattuso, stjóri Napoli, hönd í hönd. Jonathan Moscrop/Getty Images

Tveir hörkuleikir fóru fram í ítalska boltanum í kvöld er Inter og Juventus unnu mikilvæga sigra.

Inter vann 2-1 sigur á Sassuolo og er með ellefu stiga forskot á toppi deildarinnar er níu umferðir eru eftir.

Romelu Lukaku skoraði fyrra markið á tíundu mínútu en stoðsendingin kom frá öðrum fyrrum Man. United, Ashley Young.

Á 67. mínútu tvöfaldaði Lautaro Martinez svo forystuna en Lukaku lagði upp markið.

Hamed Traore minnkaði muninn fyrir Sassuolo en nær komust þeir ekki og Inter í afar myndarlegri stöðu á toppnum.

Juventus vann svo mikilvægan 2-1 sigur á Napoli í baráttunni um Meistaradeildarsæti.

Cristiano Ronaldo skoraði fyrra markið á þrettándu mínútu en Paulo Dybala tvöfaldaði muninn í síðari hálfleik.

Napoli fékk vítaspyrnu í uppbótartíma og úr henni skoraði Lorenzo Insigne. Lokatölur 2-1.

Juventus er í þriðja sætinu með 59 stig, Atalanta í fjórða sætinu með 58 stig og Napoli í fimmta sætinu með 56.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira