„Þetta er kjaftshögg“

Guðjón Þórðarson og Víkingur í Ólafsvík eru aftur komin í …
Guðjón Þórðarson og Víkingur í Ólafsvík eru aftur komin í sóttkví. Ljósmynd/Þröstur Albertsson

„Í besta falli einn, svo fóru allir í próf og sóttkví og við eigum eftir að fá út úr því. Við óttumst að þeir séu fleiri en maður vonar það besta,“ sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari Víkings í Ólafsvík við Valtý Björn Valtýsson í hlaðvarpsþættinum Mín skoðun í dag.

Einn leikmaður liðsins smitaðist af kórónuveirunni í gær og er liðið því í sóttkví. Allir leikmenn Víkinga hafa verið skimaðir í kjölfar smitsins.

„Þetta eru ungir, sprækir og hraustir menn en þetta er eins og falinn eldur þetta helvíti, þetta fer út um allt. Það er verið að gera lítið úr þessu en mér finnst þetta ástand vera eins og tifandi tímasprengja,“ sagði Guðjón um ástandið.

Guðjón tók við Víkingi á erfiðum stað, en liðið er langneðst í 1. deildinni með aðeins tvö stig eftir 12 leiki og hefur fengið á sig 44 mörk og aðeins skorað 15. Smitið gerir lítið til að létta á hlutnum í Ólafsvík. Liðið átti að mæta Fram í kvöld en þeim leik hefur verið frestað.

„Þetta er ekki kjöraðstæður. Við vorum búnir að æfa vel en þetta er kjaftshögg. Við verðum í sóttkví þangað til annað er ákveðið. Það á að vera leikur á miðvikudaginn við Kórdrengi, en við vitum ekki hvað við verðum lengi í sóttkví. Í fyrra fengum við tvo daga á eftir sóttkví og spiluðum svo á þriðja degi,“ sagði Guðjón, en hann var á sóttkví í sama tíma í fyrra þegar hann var nýtekinn við Ólafsvíkurliðinu í fyrra sinn.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert