Veita skólastyrk upp á þrettán milljónir

Pokimane að segja frá skólastyrknum sem hún og AVGL munu …
Pokimane að segja frá skólastyrknum sem hún og AVGL munu veita nemendum í tengslum við rafíþróttir. Skjáskot/YouTube/AVGL

American Video Game League (AVGL) hefur samstarf með efnishöfundinum Pokimane til þess að veita nemendum sem stunda rafíþróttir skólastyrk upp á 100,000 bandaríkjadali eða rúmlega þrettán milljónir íslenskra króna.

Nemendur fá 1,3 milljónir

Styrkurinn mun deilast niður á tíu nemendur þar sem hver nemandi fær styrk upp á 10,000 bandaríkjadali eða 1,3 milljónir íslenskra króna en þetta er í þriðja sinn sem Pokimane tekur þátt í veitingu skólastyrks vegna rafíþrótta.

Fyrri skiptin sem Pokimane átti aðild í veitingu skólastyrks voru þeir bundnir við ákveðinn skóla en að þessu sinni geta allir nemendur í Bandaríkjunum sem og Kanada sótt um þar sem styrkirnir eru ekki bundnir við neinn skóla.

Ná til fleiri nemenda

„Ég reyni alltaf að gera hlutina eins víðtæka og aðgengilega og hægt er, svo allir sem njóta þess að spila tölvuleiki og búa í Bandaríkjunum eða Kanda geta sótt um!“ segir Pokimane í tilkynningunni.

Umsóknarfresturinn rennur út 31. desember og verða sigurvegarar tilkynntir snemma í febrúar á næsta ári en hægt er að sækja um á vefsíðu AVGL.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert