Baldvin keppir á Meistaramótinu í fyrsta skipti

Baldvin Þór Magnússon ásamt þjálfaranum Mark Rinker.
Baldvin Þór Magnússon ásamt þjálfaranum Mark Rinker.

Baldvin Þór Magnússon, sem setti þrjú Íslandsmet í hlaupum snemma á þessu ári, verður á meðal keppenda á Meistaramóti Íslands í fyrsta skipti þegar mótið fer fram á Akureyri um næstu helgi.

Þar með keppir Baldvin í fyrsta skipti í hlaupi á braut hér á landi.

Þetta kemur fram á Akureyri.net þar sem rætt er við Baldvin.

Baldvin var geysilega öflugur á háskólamótunum í Bandaríkjunum í vetur og setti þar Íslandsmet í 1.500 m hlaupi, 3.000 m hlaupi innanhúss og 5.000 m hlaupi. Hann er frá Akureyri en flutti ungur til Englands eins og fram kom í viðtali við hann í Morgunblaðinu í vetur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert