Lögreglumenn skotnir til bana

Glæpagengin ræna oft skólabörnum af heimavistarskólum og krefjast lausnargjalds.
Glæpagengin ræna oft skólabörnum af heimavistarskólum og krefjast lausnargjalds. AFP

Þrettán lögreglumenn voru skotnir til bana í umsátri nauðgripaþjófa í Zamfara-héraði í norðvesturhluta Nígeríu. 

Hópur nautgripaþjófa sat fyrir um lögregluliðinu, sem var að sinna útkalli í Kurara Mota-þorpinu, frá íbúa bæjarins vegna yfirvofandi árásar þjófanna á bæinn. 

Mikið hefur verið um árásir glæpagengja í norðvesturhluta Nígeríu, sem ræna þorp, stela nautgripum, ræna aðallega skólabörnum fyrir lausnargjald og brenna heimili. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert