Skemmdarverk unnin á bólusetningamiðstöðvum

Bólusetningaskyldu heiðbrigðisstarfsfólks mótmælt.
Bólusetningaskyldu heiðbrigðisstarfsfólks mótmælt. AFP

Unnin voru skemmdarverk á tveimur bólusetningarmiðstöðvum í Frakklandi um helgina. Hertum sóttvarnaaðgerðum vegna veirunnar var mótmælt víða í landinu á sama tíma.

Bólusetningarmiðstöð í suðausturhluta landsins var eyðilögð og látin yfirfyllast af vatni með brunaslöngum á föstudag. Degi síðar var önnur bólusetningarmiðstöð í suðvesturhluta landsins að hluta til eyðilögð þegar kveikt var í henni. 

Yfir 100 þúsund Frakkar mótmæltu aðgerðum vegna Covid-19 á laugardag. Á meðal þeirra aðgerða sem þykja hvað umdeildastar í landinu er bólusetningaskylda heilbrigðisstarfsfólks og notkun Covid-passa á flestum opinberum stöðum. 

Gagnrýnendur hafa sakað Emmanuel Macron Frakklandsforseta og ríkisstjórn hans um að brjóta á frelsi íbúa.

Veggjakrot með skilaboðum á móti bólusetningu voru skilin eftir á bólusetningarmiðstöðinni sem flæddi í Lansen-Vercors, nærri borginni Grenoble. Íkveikjan á laugardag var í bænum Urrugne, nærri Biarritz, að því er fram kemur í umfjöllun BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert