Smitum á meðal eldra fólks í Evrópu fjölgar

Kórónuveirufaraldurinn er á uppleið víða um Evrópu. Ísland er þó …
Kórónuveirufaraldurinn er á uppleið víða um Evrópu. Ísland er þó eitt af þeim fjórum Evrópuríkjum þar sem faraldurinn er á niðurleið, að því er fram kom í máli sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. AFP

Kórónuveirusmitum á meðal eldra fólks fer fjölgandi í Evrópu. Yfir sumarmánuðina voru smit aðallega á meðal yngra fólks sem sótti bari, veitingastaði og önnur opinber rými. Þó það sé auðvitað ekki kjörið að ungt fólk smitist af kórónuveirunni þá þýddi það að dánartíðni hélst lægri en ella, þar sem yngra fólk er ólíklegra til að veikjast alvarlega af Covid-19. 

Evr­ópska sótt­varna­stofn­unin (ECDC) hefur nú varað við því að meira sé um að eldra fólk smitist nú en þá. Samkvæmt síðustu skýrslu ECDC er smitum að fjölga á meðal fólks sem er eldra en 65 ára í að minnsta kosti 13 evrópuríkjum. Tíðni smita í aldurshópnum er nú skilgreind sem „há“ en í síðustu viku voru 64 smit á hverja 100.000 í aldurshópnum í Króatíu og 206 í Hollandi.

14% smitaðra en 94% látinna

Snarpa aukningu í smitfjölda á meðal eldra fólks á síðustu vikum er að finna í flestum Evrópuríkjum þar sem gögn eru fáanleg. Smittíðni Covid-19 í hópi 65 ára og eldri er nú tvöfalt hærri en í fyrstu bylgju í sumum ríkjum austur Evrópu. 

Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) voru næstum þní 88% allra dauðsfalla í Evrópu á meðal 65 ára og eldri, síðan í lok ágúst. Í Tékklandi voru 14% þeirra sem smituðustu í aldurshópnum en 94% dauðsfalla til og með 11 október. 

Þegar smitum fer að fjölga á meðal eldra fólks finnur heilbrigðiskerfið fyir því og verður álagið þar hratt of mikið, rétt eins og gerðist á Ítalíu, Spáni og í fleiri löndum í fyrstu bylgju faraldursins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert