Innlent

Skárri vetur en í fyrra: Febrúar verstur og sérstakur maí

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fólk á göngu í snjónum í desember í Reykjavík.
Fólk á göngu í snjónum í desember í Reykjavík. vísir/Vilhelm

Útgefnar viðvaranir vegna veðurs síðastliðinn vetur voru 325 talsins og er sá fjöldi í meðallagi. Mun fleiri viðvaranir voru gefnar út veturinn 2019-2020 og 2021-2022, en þá var fjöldi útgefinna viðvarana 439 og 426. Þetta kemur fram í samantekt á vef Veðurstofu Íslands.

Flestar viðvaranir voru gefnar út í febrúar, 16 appelsínugular og 64 gular samtals 80 viðvaranir sem eru tæplega þrjár viðvaranir á dag að meðaltali.

Viðvaranir eftir mánuðum, frá 1. september 2022 til 31. maí 2023.Veðurstofa Íslands

Apríl var rólegastur, en þá voru einungis fimm gular viðvaranir gefnar út. Fjórar rauðar viðvaranir voru gefnar út síðastliðinn vetur, ein í september og þrjár í október. Maí  skar sig út þar sem 36 viðvaranir voru gefnar út. 

Maí í ár er á pari við maí fyrir fimm árum en miklu verri en þrjú síðustu ár.Veðurstofa Íslands

„Þó að jafnaði megi búast við rólegu veðri í maí hefur þessi staða komið upp áður eftir að viðvaranakerfi Veðurstofunnar var tekið í notkun, en það var árið 2018 þegar 38 viðvaranir voru gefnar út,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Viðvaranir síðustu ár.Veðurstofa Íslands


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×