Aðalmeðferð í manndrápsmáli hjúkrunarfræðings hafin

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi hjúkrunarfræðingsins, við upphaf aðalmeðferðar í morgun.
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi hjúkrunarfræðingsins, við upphaf aðalmeðferðar í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aðalmeðferð í máli hjúkrunarfræðingsins Steinu Árnadóttur, fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Steina er ákærð fyrir manndráp á sjúklingi sínum á geðdeild Landspítalans.

Í ákæru kemur fram að hún sé sökuð um að hafa svipt sextugan sjúklinginn lífi með því að hafa þröngvað ofan í hana nær­ing­ar­drykk á meðan henni var haldið niðri, með þeim af­leiðing­um að hún kafnaði.

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er verjandi hinnar ákærðu í málinu, en Dagmar Ösp Vésteinsdóttir er settur saksóknari í málinu.  

Sigríður Hjaltested er dómari í málinu en ásamt henni eru þeir Björn Bergsson héraðsdómari og Gísli Engilbert Haraldsson bráðalæknir skipaðir meðdómarar, en Gísli hefur verið kallaður inn sem sérfróður dómari. 

Alls eru kölluð til 30 vitni í málinu en málið er á dagskrá dómstólsins fram á föstudag.

Þétt var skipað í dómsal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur í …
Þétt var skipað í dómsal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun þegar aðalmeðferð málsins hófst. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert