Veður

Versti maí­mánuður frá upp­hafi mælinga

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Maímánuður vildi ekkert með sumarið hafa.
Maímánuður vildi ekkert með sumarið hafa. vísir/vilhelm

Sólskinsstundir í Reykjavík í maí hafa aldrei verið færri. Sólin skein 96 stundir og var mánuðurinn sá þriðji úrkomumesti frá því mælingar hófust.

RÚV greindi fyrst frá þessari dapurlegu staðreynd. Er þar haft eftir Kristínu Björgu Ólafsdóttur, sérfræðing í veðurrannsóknum sem segir aðeins þrjá eða fjóra daga í maímánuði teljast sólríka. Sólin hafi skinið í 95,9 klukkustundir í mánuðinum, eða réttar þrjár klukkustundir á dag að meðaltali. Fyrra met var um 101 klukkustund árið 1951.

Í samtali við fréttastofu segir Eiríkur Örn Jóhannsson að útlitið framundan sé ekki sérstaklega bjart.

„Það er enn þaulsetin hæð suður af landinu sem veldur þessu veðri, með áframhaldandi suðvestlægum áttum. Í næstu viku er útlit fyrir svolítið skýjað veður vestantil, á höfuðborgarsvæði og súld inn á milli,“ segir Eiríkur. Kaldur sjór hafi jafnframt talsverð áhrif á rakann og kuldann á suðvestanverðu landinu.

„Að sama skapi getur fólk austan glaðst.“ Með suðvestanátt verði hlýrra austantil og öfugt með norðaustanátt.  Fjöllin hafa mikil áhrif á rakastig í lofti, útskýrir Eiríkur.

Það þurfi þó ekki að þýða að veðrið verði til lengri tíma jafn lélegt. 

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur er einmitt bjartsýnn á að það rætist úr sumarveðrinu. Á hann von á mörgum sólardögum og les það út úr niðurstöðum Evrópsku reiknimiðstöðvarinnar:



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×