Sýni séu tekin í Þorlákshöfn

Skimun við kórónuveirunni.
Skimun við kórónuveirunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Forsvarsfólki Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hafa verið sendar undirskriftir nærri 600 Þorlákshafnarbúa sem vilja að boðið verði upp á PCR-sýnatökur vegna Covid-19 á heilsugæslustöðinni þar í bæ.

Í samtali við fréttavefinn sunnlenska.is segir Ása Berglind Hjálmarsdóttir, sem að þessari söfnun stóð, að á Hvolsvelli til dæmis bjóðist sýnatökur með aðstoð Securitas. Slíkt eigi þá líka að gilda í Þorlákshöfn og ef heilsugæslustöðin þar í bæ henti ekki sé í önnur hús í bænum að leita.

Börn muni til dæmis um að fara í sýnatöku við minnsta tilefni. Ekki sé hægt að bjóða fólki í Þorlákshöfn lengur upp á að keyra á Selfoss eða til Reykjavíkur ef taka þarf sýni. Fjölmörg dæmi séu um að sýnatökuferðin á Selfoss hafi tekið þrjár til fjórar klukkustundir, sem sé alls ekki boðlegt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert