Gulur, gylltur, grænn og brons: Opinn aðgangur og flókið litróf birtinga

Sigurgeir Finnsson, verkefnastjóri Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn, skrifar grein í tilefni af viku opins aðgangs 2020 (Open Access Week) 19.-25. október.

Auglýsing

Opinn aðgangur að rann­sókn­ar­nið­ur­stöðum ætti að vera ein­falt og auð­sótt mál, en er það ekki. Eins og reifað hefur verið ansi vel í greinum fyrr í vik­unni (20. okt., 21. okt. og 22.okt) er kerfið sem við búum við í dag hvað varðar birt­ingu og aðgang að fræði­grein­um, afskap­lega ósjálf­bært og dýrt. Enn er beðið eftir heild­stæðri stefnu frá íslenskum stjórn­völdum um opinn aðgang eins og Rósa Bjarna­dóttir tal­aði um á mánu­dag­inn. 

En af hverju er þetta svona flók­ið, af hverju birtir fræða­fólk ekki greinar í opnum aðgangi? Jú þau tíma­rit sem eft­ir­sótt­ast er að birta í eru yfir­leitt lokuð áskrift­ar­tíma­rit, sem háskóla­bóka­söfn kaupa aðgang að dýrum dóm­um. Það eru tíma­ritin sem fræða­fólk fær flest stig fyrir í árs­mat­inu og upp­hefðin fyrir að fá grein sína birta í virtu tíma­riti er það sem máli skipt­ir. Það mætti ætla að ástæðan fyrir þessu hræði­lega útgáfu­kerfi væri útgáfu­fyr­ir­tækin en málið er að útgáfu­fyr­ir­tækin eru ein­fald­lega að spila með þessu upp­hefð­ar­kerfi og meðan að fólk birtir enn í þessum dýru tíma­ritum og háskólar kaupa enn áskriftir er eng­inn ástæða til að breyta kerf­inu. Útgáfu­fyr­ir­tækin hafa meira segja nýtt sér hug­takið opinn aðgangur til enn meiri gróða.

Þegar fyrst fór að bera á hug­tak­inu opinn aðgangur í upp­hafi ald­ar­innar var gjarnan talað um tvær leiðir til birt­ingar í opnum aðgangi, gullnu leið­ina og grænu leið­ina:

Gullna leið­in:

Grein kemur út í opnum aðgangi í tíma­riti án end­ur­gjalds eða hind­r­ana fyrir þann sem les, gjarnan í tíma­riti sem allt er í opnum aðgangi. Til að byrja með var þetta einnig end­ur­gjalds­laust fyrir þann sem birt­i. 

Græna leið­in:

Hand­rit að grein er birt og gert aðgengi­legt í raf­rænu varð­veislu­safni sam­hliða birt­ingu ann­ars stað­ar. Höf­undur sendir varð­veislu­safn­inu loka­gerð hand­rits (Pre-print) eða rit­rýnt loka­hand­rit (Post-prin­t/Accepted manuscript) sem til­búið er til birt­ing­ar. Greinin er síðan gefin út í áskrift­ar­tíma­riti en hand­ritið er jafn­framt aðgengi­legt í opnum aðgangi í varð­veislu­safn­inu. Lands­bóka­safn Íslands ásamt öllum háskólum á Íslandi reka saman varð­veislu­safnið Opin vís­indi, þar sem hægt er birta sam­kvæmt þess­ari leið.

Auglýsing
Útgáfufyrirtækin eru vel með á nót­unum og hafa búið til sína útgáfu af opnum aðgangi með sinni leið:

Hybrid leið­in:

Útgáfu­fyr­ir­tækin fóru að bjóða uppá að hægt væri að birta grein í opnum aðgangi í áskrift­ar­tíma­riti gegn gjaldi og til urðu hybrid tíma­rit. Höf­undur borgar fyrir að grein sín birt­ist í opnum aðgangi þjón­ustu­gjöld vegna birt­inga (Art­icle process­ing charge) og geta þau numið allt að 500. þús. ISK fyrir ein­staka grein. Ég end­ur­tek hálf milljón fyrir eina grein. Þessi hybrid tíma­rit eru á sama tíma áskrift­ar­tíma­rit sem háskóla­bóka­söfn borga aðgang að en jafn­framt einnig að hluta í opnum aðgangi. Auk­inn gróði fyrir útgáfu­fyr­ir­tæk­in, aukin kostn­aður fyrir fræða­fólk, háskóla og háskóla­bóka­söfn. Af ein­hverjum ástæðum hefur þetta orðið sú leið sem þekkt­ust er í dag og ástæðan fyrir því að margt fræða­fólk veigrar sér við að birta í opnum aðgangi. Útgáfu­fyr­ir­tækin tóku fal­lega hug­sjón um opinn aðgang og gerðu að gróðama­sk­ín­u. 

Brons leið­in:

Annað sem útgef­endur gera einnig er að hafa greinar úr áskrift­ar­tíma­ritum opn­ar/ókeypis um óákveð­inn tíma, gjarnan merktar Free access, en án nokk­urra OA leyfa, þ.e. útgef­andi getur án tafar ákveðið að loka aðgangi að grein þegar honum þókn­ast. Það er engin trygg­ing fyrir því að grein sem er „op­in“ í dag verði það áfram.

Dem­anta leið­in:

Dem­anta leiðin er and­svar við Hybrid leið­inni, nokk­urs konar gullna leiðin 2.0. Opinn aðgangur með gullnu leið­inni nema engin þjón­ustu­gjöld vegna birt­inga leggj­ast á höf­unda. Höf­undur heldur að jafn­aði höf­und­ar­rétt­in­um, í stað þess að fram­selja rétt­inn til útgef­anda eins og í hefð­bund­inni útgáfu. Tíma­rit sem þessi eru annað hvort rekin af háskólum eða vís­inda­fé­lögum og er mark­mið þeirra ein­fald­lega að vera vett­vangur fyrir birt­ingu vís­inda­greina án þess að þurfa að leita til stóru útgef­end­anna. Open Libr­ary of Human­ities og Scoap3 eru dæmi um svona útgáfu­form. Allt er gefið út í opnum aðgangi án kostn­aðar fyrir höf­unda né les­endur og rekið af frjálsum fram­lögum frá t.d. háskóla­bóka­söfn­um. Lands­að­gangur styrkir t.a.m. Scoap3. 

Það er ljóst í mínum huga að leiðin til að allt vís­inda­efni heims­ins verði í opnum aðgangi er ekki hybrid leiðin heldur dem­anta leiðin og ég mæli ein­dregið frá því að fólk birti sam­kvæmt hybrid leið útgáfu­fyr­ir­tækj­anna. Dem­anta leiðin er ekki orðin full­fær ennþá en þangað til mæli ég með að fólk nýti sér grænu leið­ina og birti hand­rit greina sinna í varð­veislu­safni allra háskóla á Íslandi Opnum vís­indum

Nán­ari upp­lýs­ingar um opinn aðgang má finna á  openaccess.is.

Höf­undur er verk­efna­stjóri Lands­bóka­safn Íslands – Háskóla­bóka­safn.

#Hvar­er­OA­stefn­an?

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar