Arsenal tapar ekki en tilþrifin ekki mikil

Alexandre Lacazette framherji Arsenal og Luka Milivojevic miðjumaður Crystal Palace …
Alexandre Lacazette framherji Arsenal og Luka Milivojevic miðjumaður Crystal Palace í leiknum í kvöld. AFP

Arsenal er áfram í ellefta sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir markalaust jafntefli við Crystal Palace  á Emirates-vellinum í London í kvöld.

Liðið er nú með 24 stig, tveimur á eftir Aston Villa, Chelsea og West Ham. Crystal Palace er áfram í þrettánda sætinu, nú með 23 stig.

Leikurinn var tilþrifalítill en James Tomkins var nærri því að koma Palace yfir á 38. mínútu þegar hann skallaði í þverslá. Rétt á eftir varði Bernd Leno í marki Arsenal glæsilega frá Christian Benteke.

Arsenal hélt marki sínu hreinu fjórða leikinn í röð og er nú taplaust í fimm leikjum í deild og bikar.

Rúnar Alex Rúnarsson var varamarkvörður Arsenal í leiknum.

Arsenal 0:0 Crystal Palace opna loka
90. mín. Crystal Palace fær hornspyrnu Palace fær horn eftir að liðið nýtti ekki gott tækifæri í skyndisókn.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert