Fulltrúar almennings verði valdir handahófskennt til setu á kirkjuþingi

Prestur og sáttamiðlari hefur lagt fram róttæka tillögu til kirkjuþings þess efnis að fulltrúar almennra meðlima Þjóðkirkjunnar, sem eru í meirihluta á þinginu, verði valdir af handahófi. Hann segir biskupi Íslands þykja hugmynd sín skemmtileg.

Kristinn Ágúst Friðfinnsson prestur hefur lagt róttæka tillögu fyrir kirkjuþing.
Kristinn Ágúst Friðfinnsson prestur hefur lagt róttæka tillögu fyrir kirkjuþing.
Auglýsing

Krist­inn Ágúst Frið­finns­son, prestur og sátta­miðl­ari, hefur lagt fram til­lögu til kirkju­þings, sem hefst um helg­ina, þess efnis að full­trúar verði valdir handa­hófs­kennt til þess að sitja á kirkju­þingi, sem fer með æðsta vald í mál­efnum Þjóð­kirkj­unn­ar.

Þetta er ansi rót­tæk til­laga og það við­ur­kennir Krist­inn Ágúst sjálfur fús­lega í sam­tali við Kjarn­ann, en á kirkju­þingi, sem haldið er fjórða hvert ár, eiga sæti 29 full­trú­ar.

Eins og regl­urnar eru í dag koma tólf full­trúar úr hópi vígðra (þ.e. presta og ann­arra þjón­andi innan kirkj­unn­ar) og 17 úr hópi svo­kall­aðra „leik­manna“. Leik­maður getur verið hver sem er í hópi almenn­ings að því gefnu að sá hinn sami sé skírður í nafni heil­agrar þrenn­ing­ar, skráður í Þjóð­kirkj­una, hafi náð 18 ára aldri og hafi óflekkað mann­orð.

Á kirkju­þingi árs­ins hefur komið fram til­laga um breyt­ingar á kjöri til kirkju­þings og segir Krist­inn Ágúst, í umsögn um til­lög­una, að hún sé vand­lega unn­in, en geri hins vegar ráð fyrir „svip­uðum aðferðum við að velja fólk til kirkju­þings og áður hafa tíðkast.“ Því er Krist­inn Ágúst lítt hrif­inn af. Hann seg­ist telja að kirkju­þing end­ur­spegli „alls ekki þann hóp sem í þjóð­kirkj­unni er“ og bætir við að Þjóð­kirkjan sé breið­fylk­ing fólks í land­inu, í henni sé fólk úr öllum stétt­um, ungt, á miðjum aldri og eldri borg­ar­ar.

Kristinn Ágúst Friðfinnsson var viðfang Grims Hákonarsonar í heimildarmyndinni Hreint hjarta árið 2012.

„Á þetta leggjum við áherslu við hátíð­leg tæki­færi. Reynslan sýnir hins vegar að svo dræm er kosn­inga­þátt­taka að varla er hægt að tala um lýð­ræð­is­lega kosn­ingu. Einnig má hafa í huga að þrá­látur orðrómur er um að á þing­inu sitji helst þröngur hópur í tengslum við oft handa­hófs­kenndan hóp sókn­ar­nefnd­ar­fólks,“ segir Krist­inn Ágúst í umsögn sinni.

Síðan leggur hann fram til­lögu sína, en hún felur í sér að í hverju kjör­dæmi „verði full­trúar leik­manna valdir handa­hófs­kennt með aðstoð tölvu­bún­aðar Þjóð­skrár eða með aðstoð tölvu­vers Háskóla Íslands úr hópi þeirra leik­manna, 18 ára og eldri, sem hlotið hafa skírn í nafni heil­agrar þrenn­ingar og skráðir eru í ís­lensku þjóð­kirkj­una.“

Hann leggur til að val­inn verði svo stór hópur fólks í hverju kjör­dæmi að fólk geti beðist undan því að setj­ast á þingið og einnig verði hægt að und­an­skilja þá sem ekki hafa óflekkað mann­orð. „Ég skora á þing­full­trúa að hugsa þetta mál mjög vel og opið og láta ekki stjórn­ast af sjálf­hverfum sjón­ar­mið­u­m,“ segir Krist­inn Ágúst í umsögn sinni um mál­ið.

„Þarna er verið að segja við þjóð­ina, þið eruð kirkj­an“

Í sam­tali við Kjarn­ann segir Krist­inn Ágúst að hann telji að full­trúar á kirkju­þingi ættu að drífa sig í að gera þetta að í stað­inn fyrir að það sé „ein­hver klíka sem kemur aftur og aftur og stjórnar þessu.“

„Þarna er verið að segja við þjóð­ina, þið eruð kirkj­an, kom­iði að stjórna þessu,“ segir Krist­inn um til­lögu sína og bætir við að þjóðin viti í dag almennt ekk­ert hverjir það séu sem sitji á kirkju­þingi, sem orðin sé gríð­ar­lega valda­mikil stofnun sem sýsli með gríð­ar­lega fjár­magn og eign­ir.

Auglýsing

Það sé borð­leggj­andi að þjóðin og með­limir Þjóð­kirkj­unnar hafi meiri aðkomu að hennar æðstu stofn­un, en í dag eru það ein­ungis vígðir og svo aðal- og vara­menn í kirkju­sóknum lands­ins sem hafa kosn­inga­rétt þegar kosið er til kirkju­þings.

„Núna ræður kirkju­þing alveg yfir öllum fjár­veit­ingum og biskup verður að leggja allt fyrir kirkju­þing. Kirkju­þing er búið að taka við stórum hluta af því sem Alþingi gerði áður fyrr og það eru svo miklir fjár­munir sem renna þarna í gegn að mér finnst að þetta eigi bara að vera í hönd­unum á þjóð­inn­i,“ segir Krist­inn Ágúst.

Segir að Agn­esi biskup hafi þótt hug­myndin skemmti­leg

Spurður hvort hann hafi viðrað þessa hug­mynd við marga svarar Krist­inn Ágúst því neit­andi, en nefnir þó að hann hafi ljáð máls á þessu við Agn­esi M. Sig­urð­ar­dótt­ur, biskup Íslands. „Henni fannst þetta mjög skemmti­leg hug­mynd,“ segir Krist­inn Ágúst.

Til við­bótar seg­ist hann hafa orðað þetta við einn eða tvo vini sína, sem hafi tekið undir að þetta væri góð hug­mynd. Nú sé hann hins vegar í fyrsta sinn að prófa hug­mynd­ina á víð­ari hópi, með því að setja hana fram til kirkju­þings­ins.

Forseti Íslands, séra Kristinn Ágúst og Agnes biskup við þingsetningu árið 2019. Mynd: Bára Huld Beck.

En væntir hann þess að kirkju­þing taki hug­mynd­inni fagn­andi? „Ég held að það finn­ist þetta öllum mjög sniðug hug­mynd, ég spái því, en það er alltaf ein­hver tregða þegar kemur að því að afhenda völd,“ segir Krist­inn Ágúst, sem telur að það sé eitt­hvað í mann­legu eðli sem geri það að verkum að það sé erfitt að sjá eftir vald­inu.

Hann telur að kirkju­þing hefði gott af því að ferskan og góðan hóp inn með slembivali, það væri því hrein­lega hollt. Þá seg­ist hann ekki frá því að það myndi auka áhuga almenn­ings á mál­efnum Þjóð­kirkj­unn­ar.

Vill leggja niður „til­gangs­laus“ vígslu­bisk­up­a­emb­ætti

Til­lagan um handa­hófs­kennt val á kirkju­þing er ekki sú eina sem Krist­inn Ágúst leggur fyrir kom­andi kirkju­þing, heldur hefur hann einnig sent inn umsögn um þær hag­ræð­inga­að­gerðir sem liggja fyrir kirkju­þingi, en til stendur að spara 180-190 millj­ónir á ári með því að fækka stöðu­gildum presta um rúm­lega tíu, eins og Kjarn­inn sagði frá fyrr í vik­unn­i.

Krist­inn Ágúst segir við Kjarn­ann að hann telji að ná mætti fram sparn­aði með því að leggja niður „al­gjör­lega til­gangs­laus og inni­halds­laus vígslu­bisk­up­a­emb­ætt­i,“ og sömu­leiðis sér­stök emb­ætti pró­fasta í fullu starfi. Þannig mætti spara hátt í 100 millj­ónir króna, að hans mati, í stað þess að fækka prests­emb­ættum eins mikið og ráð­gert er.

Blaða­mað­ur, ókunn­ugur því hlut­verki sem vígslu­bisk­upar gegna, spurði hvert hlut­verk þeirra væri í skipu­riti Þjóð­kirkj­unn­ar. „Þeir myndu telja eitt­hvað upp ef þeir væru spurð­ir, en þeir gera ekki neitt. Þeir hafa engin völd. Það var slys að þeir voru settir inn í lögin aftur árið 1990,“ segir Krist­inn Ágúst, sem telur pró­fasta­kerfið hér á landi vera „sterkt og mik­ið“ þannig að það sé „al­gjör óþarfi að vera með vígslu­bisk­up­a.“

Hann telur að hag­ræð­ing­ar­til­lög­urnar eins og þær séu settar fram þyngi yfir­bygg­ingu kirkj­unnar og veiki und­ir­stöð­urn­ar, með fækkun prests­emb­ætta um landið og í sér­þjón­ustu.

„Þetta er bara bull og þetta er vit­leysa,“ segir séra Krist­inn Ágúst Frið­finns­son.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent