Nefndaseta riðlast vegna Rósu

Rósa Björk Brynjólfsdóttir.
Rósa Björk Brynjólfsdóttir. mbl.is/Ómar Óskarsson

Brotthvarf Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur úr þingflokki Vinstri grænna mun hafa einhver áhrif á nefndaskipan á Alþingi, en hún hefur fram að þessu setið í atvinnuveganefnd og utanríkismálanefnd.

Það mun hún ekki gera lengur fyrir hönd Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs.

Sem þingmaður utan flokka þarf Rósa Björk að eiga það við stjórnarandstöðuna í hvaða nefnd hún skuli starfa. Fari hins vegar svo að hún gangi til liðs við þingflokk Samfylkingarinnar, eins og margir virðast gera ráð fyrir, einfaldast málið, en það mun eftir sem áður hafa áhrif á nefndasetu stjórnarandstöðunnar.

Þingsetning á Alþingi verður eftir viku, fimmtudaginn 1. október, en þá þarf að leysa úr þessum vanda. „Þetta er verkefni, ekki vandamál,“ sagði einn þingmaður sem Morgunblaðið ræddi við, en stjórnarþingmaður sagði að þetta væri kannski vandamál, en það væri vandamál stjórnarandstöðunnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert