Mikil dramatík í nágrannaslagnum

Guðmundur Þórarinsson var í byrjunarliði New York í nótt.
Guðmundur Þórarinsson var í byrjunarliði New York í nótt. mbl.is/Kristinn Magnússon

Patrik Klimala reyndist hetja New York Red Bulls þegar liðið tók á móti New York City í bandarísku MLS-deildinni í knattspyrnu í nótt.

Leiknum lauk með 1:1-jafntefli en Klimala skoraði jöfnunarmark leiksins úr vítaspyrnu þegar tólf mínútur voru liðnar af uppgefnum uppbótartíma.

Áður hafði Valentin Castellanos komið New York City yfir á 31. mínútu en Keaton Parks fékk að líta rauða spjaldið í liði New York City á 73. mínútu.

Þá fékk Maxime Chanot að líta sitt annað gula spjald í uppbótartíma hjá New York City og þar með rautt og gestirnir frá New York City því tveimur leikmönnum færri á lokamínútunum.

Guðmundur Þórarinsson var í byrjunarliði New York City en var skipt af velli í uppbótartíma.

New York City er í þriðja sæti austurdeildarinnar með 39 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert