Erlent

Couzens játar að hafa rænt og nauðgað Söruh E­verard

Atli Ísleifsson skrifar
Hinn 48 ára Wayne Couzens mætti fyrir dómara í gegnum fjarfundarbúnað í morgun. Hann játaði í morgun að bera ábyrgð á andláti Söruh Everard.
Hinn 48 ára Wayne Couzens mætti fyrir dómara í gegnum fjarfundarbúnað í morgun. Hann játaði í morgun að bera ábyrgð á andláti Söruh Everard.

Breski lögreglumaðurinn Wayne Couzens játaði að hafa rænt og nauðgað Söruh Everard þegar hann mætti fyrir dómara í morgun.

Hin 33 ára Everard hvarf sporlaust þegar hún var á leið heim til sín frá heimili vinar í Clapham í suðurhluta Lundúna í mars síðastliðinn, en málið vakti mikla athygli fyrr í vor og beindist í kjölfarið kastljósið að öryggi kvenna.

Everard fannst látin í skóglendi um viku eftir að hún hvarf, en áður hafði hinn 48 ára Couzens verið handtekinn vegna gruns um að tengjast málinu.

Couzens játaði í morgun að hafa rænt og nauðgað Everard þegar hann var beðinn um að taka afstöðu til ákæruliða. Hann sagðist sömuleiðis bera ábyrgð á að hafa banað Everard, en ekki var tekin formleg afstaða til þess ákæruliðar, heldur verður það gert 9. júlí næstkomandi, þegar niðurstaða rannsókna lækna verða lögð fyrir dóm.

Couzens mætti fyrir dómara í gegnum fjarfundarbúnað frá Belmarsh-fangelsinu. Segir í frétt Sky að hann hafi klæðst khaki-buxum og grárri peysu, en fjölskylda Everard var þó stödd í dómsal.

Greint var frá því í síðustu viku að dánarorsök Everard hafi verið að þrengt hafi verið að hálsi hennar, en niðurstaða réttarkrufningar var gerð opinber síðastliðinn þriðjudag.

Búist er við að réttarhöld hefjist í málinu í október næstkomandi.


Tengdar fréttir

Þrengt var að hálsi Söruh Everard

Dánarorsök hinnar bresku Söruh Everard var að þrengt var að hálsi hennar. Þetta er niðurstaða réttarkrufningar, en lögregla kynnti niðurstöðurnar fyrr í dag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×