fbpx
Föstudagur 17.maí 2024
433Sport

Aston Villa með endurkomusigur – Fulham komið í erfiða stöðu

Helgi Sigurðsson
Sunnudaginn 4. apríl 2021 17:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aston Villa tók á móti Fulham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Heimamenn voru lengi í gang en unnu að lokum góðan sigur.

Fyrri hálfleikur var fremur rólegur og lítið um góð færi. Þegar að hálfleikurinn var við það að klárast dæmdi dómarinn vítaspyrnu eftir að Mario Lemina virtist hafa brotið á Ollie Watkins innnan vítateigs. Myndbandsdómgæslan sneri dómnum hins vegar við þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að Lemina hafi fyrst náð til boltans. Staðan í hálfleik 0-0.

Eftir um stundarfjórðung í síðari hálfleik kom Serbinn Aleksandar Mitrovic Fulham yfir þegar hann nýtti sér mistök í vörn Villa.

Allt saman leit nokkuð vel út fyrir gestina þar til Trezeguet jafnaði metin fyrir Villa eftir fyrirgjöf frá Tyrone Mings.

Örfáum mínútum seinna var staðan orðin 2-1 fyrir Villa. Aftur var Trezeguet á ferðinni. Keinan Davis átti stoðsendinguna en hann hafði nýtt sér mistök Tosin Adarabioyo í vörn Fulham.

Ollie Watkins innsiglaði svo endurkomusigur Villa þegar hann skoraði eftir sendingu frá Bertrand Traore. Lokatölur 3-1.

Aston Villa er eftir leikinn í 9.sæti með 44 stig. Fulham er í fallsæti með 26 stig, þremur stigum frá öruggu sæti. Þeir hafa spilað leik meira en Newcastle, sem er í sætinu fyrir ofan, svo útlitið er ekki gott fyrir þá.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Vörnin hjá KR míglekur og Ryder þarf að finna lausn í hvelli

Vörnin hjá KR míglekur og Ryder þarf að finna lausn í hvelli
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Kúvending í Katalóníu – Forsetinn og Xavi rifust og nú verður hann líklega rekinn

Kúvending í Katalóníu – Forsetinn og Xavi rifust og nú verður hann líklega rekinn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hart strax búinn að landa starfi eftir ferilinn

Hart strax búinn að landa starfi eftir ferilinn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu gjörsamlega sturlað mark í Garðabænum í kvöld

Sjáðu gjörsamlega sturlað mark í Garðabænum í kvöld
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Segir frá slúðursögu sem hann heyrði úr Laugardalnum eftir tíðindin í gær – „Það hefði nú alveg eins verið hægt að sleppa því símtali“

Segir frá slúðursögu sem hann heyrði úr Laugardalnum eftir tíðindin í gær – „Það hefði nú alveg eins verið hægt að sleppa því símtali“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Arsenal opinberar nýjan aðalbúning sinn – Ein stór breyting milli ára

Arsenal opinberar nýjan aðalbúning sinn – Ein stór breyting milli ára
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Juventus rekur Allegri á næstu dögum og eru búnir að bjóða Motta samning

Juventus rekur Allegri á næstu dögum og eru búnir að bjóða Motta samning
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Benedikt agndofa yfir sögu Arnars í beinni – „Hnífur í lærið og allt í blóði en einnig þrjú skot upp í marmarann“

Benedikt agndofa yfir sögu Arnars í beinni – „Hnífur í lærið og allt í blóði en einnig þrjú skot upp í marmarann“