Funda með lögreglu á föstudag

Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri á Seltjarnarnesi ræddi við mbl.is um viðbrögð …
Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri á Seltjarnarnesi ræddi við mbl.is um viðbrögð við árekstrinum.

Farið verður yfir öryggisráðstafanir á Seltjarnarnesi næsta föstudag með lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins í framhaldi áreksturs tveggja bifreiða á Norðurströnd á Seltjarnarnesi í liðinni viku.

Þór Sig­ur­geirs­son, bæj­ar­stjóri Seltjarn­ar­ness, segir að búið sé að setja málið í farveg og að málið verði tekið föstum tökum. 

Bæj­ar­stjór­inn hef­ur nefnt aðgerðir á borð við hraðahindr­an­ir og hraðamynda­vél­ar með sekt­um til þess að bregðast við hraðakstri á svæðinu.

„Á föstudaginn er almennur fundur með lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu þar allir bæjarstjórarnir koma saman. Í framhaldi af því munum við ákveða næstu skref. Í framhaldinu munum við búa til fundarplan með skipulags- og umferðarnefndinni okkar og lögreglunni og tryggjum að allir komi að málum,“ segir Þór í samtali við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert