Ferðast á milli landa með um þrjátíu töskur

Guðni Jónsson hvetur sína menn áfram gegn Dönum á EM …
Guðni Jónsson hvetur sína menn áfram gegn Dönum á EM í Búdapest í Ungverjalandi. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Liðsstjórinn Guðni Jónsson er einn af fólkinu á bak við tjöldin eins og það var orðað í Spaugstofunni sálugu. Guðni er einn af þeim sem auðvelda landsliðsmönnunum í handknattleik að njóta sín á vellinum þegar mikið liggur við eins og á EM sem nú stendur yfir í Búdapest.

„Ég byrjaði í nóvember árið 2014 og tók þá við af Ingibjörgu Ragnarsdóttur sem hafði verið í 15 ár að ég held. Ég er á mínu áttunda stórmóti og þetta er fljótt að koma. Það eru forréttindi að fá að taka þátt í þessu og vera hluti af landsliðinu,“ sagði Guðni þegar Morgunblaðið náði tali af honum.

Íslenska landsliðið í handbolta.
Íslenska landsliðið í handbolta. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Guðni segir landsliðsmennina í handknattleik vel uppalda.

„Já já, þetta eru öðlingar allir saman. Mér hefur fundist frábært að vinna með öllum sem koma að þessu. Þetta eru skrítnir tímar út af kórónuveirunni og hún hefur sett svip á þessi verkefni í tæp tvö ár. Stundum hafa meiðsli sett strik í reikninginn. Það var því skemmtilegt að vera með liðinu núna í riðlakeppninni í Búdapest þegar hópurinn var þannig að svo gott sem allir voru með. Haukur Þrastarson hefði náttúrlega verið hérna ef hann hefði verið heill. Stemningin var sérlega góð meðan á riðlakeppninni stóð.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert