fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fréttir

Maður ógnaði fólki í Mjódd

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 17. október 2020 07:44

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrátt fyrir að næturlíf liggi niðri vegna samkomutakmarkana var nokkur erill hjá lögreglu í gær og nótt. 90 mál voru skráð frá kl. 17 í gær til 5 í morgun og tveir gista fangageymslur. Þetta kemur fram í Dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Maður í mjög annarlegu ástandi sökum áfengis- og fíkniefnaneyslu var að ógna fólki í verslunarmiðstöðinni í Mjódd í gær, var maðurinn yfirbugaður og vistaður i fangaklefa þar sem hann bíður skýrslutöku. Einnig var maðurinn með fíkniefni meðferðis.

Maður í annarlegu ástandi var til vandræða á veitingastað í hverfi 270. Honum vísað út af staðnum, fjölskyldumeðlimir hans komu honum til aðstoðar og fóru með hann heim til sín svo ekki yrðu frekari vandræði.

Sautján ára stúlka var stöðvuð á 148 kílómetra hraða á Miklubraut þar sem hámarkshraði er 80 kílómetrar á klst. Stúlkan hafði einungis verið með ökuréttindi í tólf daga en má vænta þess að missa ökuréttindi sín ásamt því að fá rúmlega 200.000 kr. sekt. Málið var tilkynnt foreldrum og barnavernd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum
Fréttir
Í gær

Land heldur áfram að rísa í Svartsengi

Land heldur áfram að rísa í Svartsengi
Fréttir
Í gær

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði
Fréttir
Í gær

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leyniskjöl sögð staðfesta skelfilegan dauðdaga íranskrar táningsstúlku sem mótmælti reglum um klæðaburð

Leyniskjöl sögð staðfesta skelfilegan dauðdaga íranskrar táningsstúlku sem mótmælti reglum um klæðaburð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vægur dómur fyrir ofbeldi í nánu sambandi

Vægur dómur fyrir ofbeldi í nánu sambandi