Enski boltinn

Harvey Elliott gæti snúið aftur á þessu tímabili

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Harvey Elliott meiddist illa gegn Leeds um helgina.
Harvey Elliott meiddist illa gegn Leeds um helgina. Laurence Griffiths/Getty Images

Harvey Elliott, miðjumaður Liverpool, gæti snúið aftur á knattspyrnuvöllinn á þessu tímabili eftir að hafa meiðst illa í leik gegn Leeds United í ensku úrvalsdeildinni um helgina. 

Elliott fór í aðgerð í dag, en hann fótbrotnaði eftir tæklingu frá Pascal Stuijk. Læknir Liverpool-liðsins segir að aðgerðin hafi gengið vel, og að hann búist við því að þessi 18 ára miðjumaður geti spilað fótbolta aftur áður en yfirstandandi tímabil er á enda.

„Aðgerðin gekk vel þannig að endurkoman hefst núna,“ sagði Jim Moxon, læknir félagsins. „Við munum ekki setja neina pressu á hann með því að nefna einhvern ákveðin tímapunkt, en ég get sagt með nokkurri vissu að við búumst við því að hann muni snúa aftur seinna á þessu tímabili.“

Struijk fékk að líta rauða spjaldið fyrir brotið á Elliott, en Leeds hefur áfrýjað þeim dómi. Elliott hefur sjálfur sagt að brotið hafi ekki verðskuldað rautt spjald, heldur hafi þetta verið slys og algjört óviljaverk.


Tengdar fréttir

Segir rangt að reka Struijk út af fyrir tæklinguna á Elliott

Gary Neville, sparkspekingur á Sky Sports, segir að Craig Pawson hafi tekið ranga ákvörðun þegar hann rak Pascal Struijk af velli fyrir tæklingu á Harvey Elliott í leik Leeds United og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×