Mikael hafði betur í Íslendingaslag – Midtjylland á toppinn

Mikael Anderson og félagar í Midtjylland komust á topp dönsku …
Mikael Anderson og félagar í Midtjylland komust á topp dönsku úrvalsdeildarinnar með sigri á Brøndby í dag. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Midtjylland vann nauman 1:0 sigur á Brøndby í dönsku úrvalsdeildinni í dag og hirti með sigrinum toppsætið af Brøndby. Mikael Anderson var í byrjunarliði Midtjylland í leiknum og Hjörtur Hermannsson var í byrjunarliði Brøndby.

Sigurmark leiksins skoraði gíneski framherjinn Sory Kaba á 19. mínútu þegar hann skallaði inn skallasendingu Erik Sviatchenko í kjölfar aukaspyrnu Awer Mabil.

Mikael byrjaði leikinn í stöðu sóknartengiliðs og var tekinn af velli eftir 62 mínútur.

Hjörtur Hermannsson spilaði fyrstu 80 mínúturnar í miðvarðarstöðunni hjá Brøndby.

Sem áður segir komst Midtjylland upp fyrir Brøndby með sigrinum og er nú einu stigi fyrir ofan í æsispennandi baráttu um danska meistaratitilinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert