Creditinfo kaupir fasteignaverðmat Two Birds

Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir og Ásdís Arna Gottskálksdóttir skrifa undir.
Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir og Ásdís Arna Gottskálksdóttir skrifa undir. Ljósmynd/Aðsend

Creditinfo og Two Birds, móðurfélag Aurbjargar, hafa undirritað samning um kaup Creditinfo á fasteignaverðmati Two Birds.

Í tilkynningu kemur fram að fasteignaverðmat Two Birds notar gervigreind til að túlka áætlað markaðsvirði fasteignar sem er byggt á raungögnum og markaðsgögnum.

„Með kaupunum á fasteignaverðmati Two Birds gefst okkur kostur á að styðja enn betur við upplýsta ákvarðanatöku viðskiptavina Creditinfo,“ segir Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo á Íslandi, í tilkynningunni.

Áskrifendur Aurbjargar geta ennþá nýtt fasteignaverðmatið

Með kaupunum gefst áskrifendum Creditinfo kostur á að hagnýta verðmatið á þjónustuvef Creditinfo auk ítarlegra greininga á fasteignamarkaði og fasteignasöfnum fyrirtækja.

„Aurbjörg mun áfram birta uppfærð verðmöt skráðra eigna mánaðarlega og munu viðskiptavinir geta flett upp verðmati eigna eins og áður,“ er haft eftir Ásdísi Örnu Gottskálksdóttur, framkvæmdastjóra Two Birds, í tilkynningunni.

Kaupin gera það að verkum að verðmatið verður hluti af þjónustuframboði fyrir áskrifendur Creditinfo en áskrifendur Aurbjargar munu þó áfram geta nýtt það.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK