Tónlistarkennarar fá nýjan kjarasamning

Aldís Hafsteinsdóttir er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Aldís Hafsteinsdóttir er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Ljósmynd/Eggert Jóhannesson

Samninganefndir Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (FT) og Sambands íslenskra sveitarfélaga undirrituðu nýjan kjarasamning sín á milli með rafrænum hætti í dag.

Gildistími hins nýja kjarasamnings er frá 1. janúar 2022 til 31. mars 2023. Fyrri kjarasamningur rann út þann 31. desember síðastliðinn.

Nýi kjarasamningurinn fer nú í kynningu meðal félagsmanna FT og hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga en niðurstaða atkvæðagreiðslu um samninginn skal liggja fyrir þann 21. janúar 2022.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert