Innlent

Sá látni var sjúklingur á Landakoti

Kolbeinn Tumi Daðason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa
Hinn látni var sjúklingur á Landspítalanum og var á níræðisaldri.
Hinn látni var sjúklingur á Landspítalanum og var á níræðisaldri. Vísir/Vilhelm

Sá sem lést af völdum Covid-19 á síðasta sólarhring var sjúklingur á Landakoti. Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við Vísi.

„Þetta er einstaklingur, eftir því sem ég veit best, á Landakoti og já var þar. Auðvitað vitum við það að einstaklingar sem eru á Landakoti, þetta er náttúrulega viðkvæmur hópur og viðkvæmir einstaklingar, þannig að þess vegna höfum við lagt áherslu á það að reyna að vernda þennan hóp eins og hægt er,“ segir Þórólfur.

Fram kom í fréttum í gær að um níutíu væru smitaðir í tengslum við hópsýkinguna á Landakoti. Fleiri bættust í hópinn í gær. Þá hefur samkvæmt heimildum fréttastofu smit greinst á fjórum deildum Landakots frá því að sýkingin kom upp í síðustu viku.

Aðspurður um hvort menn búi sig undir að fleiri látist úr sjúkdómnum á Landakoti segir Þórólfur:

„Það kæmi mér ekki á óvart þó að svo yrði en vonandi verður það ekki. Það eru viðkvæmir hópir og viðkvæmir einstaklingar sem að eru á þessum stöðum og við vitum að þeir fara verst út úr sýkingunni. Þannig að við þurfum bara að vera við öllu búin.“

Landspítalinn er á neyðarstigi í fyrsta skipti í Covid-19 faraldrinum.


Tengdar fréttir

Vilja rótargreiningu á hópsýkingunni kringum Landakot

Starfsmenn á Landakoti unnu á fleiri en einni deild þegar hópsýkingin kom upp í síðustu viku, ólíkt því sem var í vor þegar fólki var óheimilt að fara á milli deilda vegna sýkingavarna. Þetta herma heimildir fréttastofu. Starfsmenn telja eðlilegt að spítalinn fari í rótargreiningu á hópsýkingunni.

Alls greindust 86 innan­lands í gær

Alls greindust 86 með kórónuveiruna innan­lands í gær. 73 prósent þeirra voru í sóttkví. Alls eru 58 nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19, þar af einn á gjörgæslu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×