Meirihluti tryggður fyrir tilnefningu nýs dómara

Ruth Bader Ginsburg hæstaréttardómari lést eftir baráttu við krabbamein í …
Ruth Bader Ginsburg hæstaréttardómari lést eftir baráttu við krabbamein í síðustu viku og var það meðal óska hennar að nýr dómari yrði ekki tilnefndur fyrr en eftir forsetakosningar sem fram fara í nóvember. AFP

Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings hafa tryggt meirihluta fyrir því að tilnefning Donalds Trump Bandaríkjaforseta til nýs hæstaréttardómara verði staðfest.

Hefur öldungadeildarþingmaðurinn Mitt Romney staðfest að hann muni kjósa með tilnefningu forsetans og er meirihluti því tryggður fyrir tilnefningunni. Trump gerir ráð fyrir því að opinbera tilnefningu sína á laugardag.

Ruth Bader Ginsburg hæstaréttardómari lést eftir baráttu við krabbamein í síðustu viku og var það meðal óska hennar að nýr dómari yrði ekki tilnefndur fyrr en eftir forsetakosningar sem fram fara í nóvember.

Demókrataflokkurinn, auk tveggja þingmanna Repúblikanaflokksins, hefur talað fyrir því að beðið verði með tilnefninguna fram yfir kosningar, en þegar Barack Obama hugðist skipa nýjan hæstaréttardómara 2016 komu repúblikanar í öldungadeildinni í veg fyrir að tilnefningin yrði staðfest og sögðu of stutt í forsetakosningar. Þá voru 237 dag­ar til kosn­inga, sam­an­borið við 45 daga þegar Ruth Bader Gins­burg lést.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert