Innlent

Lög­regla enn að rann­saka mál hjúkrunar­fræðingsins

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Andlátið átti sér stað á geðdeild Landspítalans.
Andlátið átti sér stað á geðdeild Landspítalans. Vísir/Vilhelm

Rannsókn lögreglu á máli hjúkrunarfræðings sem sakaður er um að hafa orðið sjúklingi á geðdeild Landspítalans að bana miðar vel að sögn Margeirs Sveinssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni.

Fréttastofa greindi frá því ágúst að hjúkrunarfræðingur á sjötugsaldri á geðdeild Landspítalans hafði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um manndráp. 

Í tilkynningu frá lögreglunni vegna málsins kom fram að talið væri að andlát sjúklingsins hafi borið að með saknæmum hætti. Heimildir fréttastofu herma að konan hafi kafnað í matmálstíma.

Hjúkrunarfræðingurinn var látinn laus úr haldi lögreglu í lok ágúst eftir að Landsréttur felldi úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur.

Lögregla hefur haft málið til rannsóknar frá því að það kom upp og segir Margeir í samtali við fréttastofu að rannsókn málsins miði vel. Allir þættir þess séu skoðaðir og að það styttist í að málið verði sent til ákærusviðs.


Tengdar fréttir

Hjúkrunar­fræðingurinn laus úr haldi lög­reglu

Hjúkrunarfræðingur sem sakaður er um að hafa orðið sjúklingi á geðdeild að bana er laus úr haldi lögreglu. Landsréttur felldi í dag úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur.

Útiloka hvorki ásetning né gáleysi

Lögreglan útilokar ekki að ásetningur hafi legið að baki þegar kona, sem lögð hafði verið inn á geðdeild Landspítalans, lést fyrr í mánuðinum. Hjúkrunarfræðingur á geðdeildinni er grunuð um að hafa orðið valdur að dauða konunnar.

Hjúkrunar­fræðingur á Land­spítala grunaður um mann­dráp

Hjúkrunarfræðingur á geðdeild Landspítalans hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um manndráp. Heimildir fréttastofu herma að hjúkrunarfræðingurinn hafi reynt að þvinga mat ofan í sjúkling með þeim afleiðingum að hann kafnaði. Sjúklingurinn var kona á sextugsaldri en hún lést fyrr í þessum mánuði.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×