Fótbolti

Hægt að horfa á Stelpurnar okkar á Ingólfs­torgi

Hjörvar Ólafsson skrifar
Hægt verður að fylgjast með íslenska liðinu á Ingólfstorgi. Vísir/Hulda Margrét

Allir leikir íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta á EM í Englandi, sem er handan við hornið, verða sýndir á risaskjá og í topp hljóðgæðum á Ingólfstorgi.

Auk leikja Íslands verða nær allir aðrir leikir keppninnar sýndir á EM torginu.

Fram undan er því sannkölluð fótboltaveisla fyrir höfuðborgarbúa og gesti þeirra. 

Leikir Íslands í riðlakeppninni:

Sunnudaginn 10. júlí

Belgía – Ísland kl. 16.00

Fimmtudaginn 14. júlí

Ítalía - Ísland kl. 16.00

Mánudaginn 18. júlí

Ísland – Frakkland kl. 19.00

Íslenska liðið hóf lokaundirbúning sinn fyrir stóru stundina hér heima en spilaði síðan æfingaleik sinn fyrir mótið við Pólverja ytra síðustu viku þar sem íslenska liðið vann 3-1 sigur.

Stelpurnar fóru frá Póllandi til Herzogenaurach í Þýskalandi þar sem liðið hélt áfram undirbúningi sínum fyrir mótið.

Liðið heldur síðan til Englands á morgun og fyrsti leikur Íslands í riðlakeppni EM er gegn Belgíu í Manchester 10. júlí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×