Óvæntir andstæðingar á salerninu

Kortið í Warzone er risavaxið og margir góðir felustaðir til.
Kortið í Warzone er risavaxið og margir góðir felustaðir til. Skjáskot/Warzone

Einn óheppinn spilari fékk einstaklega óvæntan dauðdaga í skotleiknum Call of Duty: Warzone 2. Eftir að spilarinn leitaði að andstæðingum í einu af mörgum húsum leiksins opnaði hann dyrnar á salernið og þar biðu andstæðingarnir eftir honum. 

Margir gallar

Call of Duty: Warzone 2 kom út síðla árs 2022 og bundu margir miklar vonir fyrir leikinn enda sló forveri hans í gegn. Nokkrum vikum eftir útgáfu leiksins voru margir ósáttir við hversu marga galla var að finna í leiknum og margir að lenda í leiðinlegum aðstæðum sem oft leiddu til þess að spilari þurfti að endurræsa leikinn og byrja upp á nýtt.

Þeir dagar virðast þó heyra sögunni til en færri kvarta yfir göllum núna en þegar leikurinn kom á markað. 

Á Reddit-síðu Warzone má oft sjá skemmtileg myndskeið en notandinn „billy7200“ deildi því þegar hann féll fyrir þremur andstæðingum sem biðu hans inni á salerni þegar einungis nokkur lið voru eftir. Eftir að hafa passað sig vel og skoðað húsið í bak og fyrir ákveður hann að opna dyrnar að salerninu og þar var heilt lið tilbúið. 

Margir hafa hrósað þessum þolinmóðu einstaklingum fyrir að nenna bíða inni á baði því ekki er víst að allir skoði sig jafn vel um og billy7200.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert