fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
433Sport

Besta deild karla: Blikar enn með fullt hús stiga

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 11. maí 2022 21:14

Mynd/Helgi Viðar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik tók á móti Stjörnunni í Bestu deild karla í kvöld.

Dagur Dan Þórhallson kom heimamönnum yfir eftir stundarfjórðung. Tæpum tíu mínútum síðar slapp Jason Daði Svanþórsson í gegn og setti boltann undir Harald Björnsson í marki Stjörnunnar. Staðan orðin 2-0.

Guðmundur Baldvin Nökkvason minnkaði muninn fyrir Stjörnuna með marki beint úr hornspyrnu á 37. mínútu. Blikar vildu meina að gestirnir hefðu gerst brotlegir í aðdraganda marksins en dómarinn sá lítið að þessu.

Stjarnan sýndi mikinn karakter í seinni hálfleik og Blikum tókst ekki að finna þriðja markið. Emil Atlason jafnaði leikinn með marki á 79. mínútu.

Heimamenn svöruðu þessu hins vegar með sigurmarki á 85. mínútu. Þá skoraði Viktor Örn Margeirsson flott skallamark. Lokatölur 3-2.

Blikar eru á toppnum með fullt hús stiga eftir fimm leiki. Stjarnan er í fjórða sæti með átta stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Kveður stuðningsmenn Liverpool á hjartnæman hátt – „Vitið bara að ég verð ykkur þakklátur að eilífu“

Kveður stuðningsmenn Liverpool á hjartnæman hátt – „Vitið bara að ég verð ykkur þakklátur að eilífu“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Klopp myndi kjósa með því að hætta með VAR – Segir starfsfólkið óhæft

Klopp myndi kjósa með því að hætta með VAR – Segir starfsfólkið óhæft
433Sport
Í gær

Horfðu á splunkunýjan þátt af Íþróttavikunni – Auðunn Blöndal fer yfir sviðið

Horfðu á splunkunýjan þátt af Íþróttavikunni – Auðunn Blöndal fer yfir sviðið
433Sport
Í gær

Van Persie landar áhugaverðu starfi í þjálfun

Van Persie landar áhugaverðu starfi í þjálfun