Leikið á lokadegi nóvembermánaðar

Úr leik FH og Vals í Kaplakrika hinn 24. september …
Úr leik FH og Vals í Kaplakrika hinn 24. september síðastliðinn. mbl.is/Árni Sæberg

Úrvalsdeild karla í knattspyrnu, Pepsi Max-deildinni, mun ljúka hinn 30. nóvember næstkomandi samkvæmt nýrri leikaniðurröðun KSÍ fyrir lokaleiki Íslandsmótsins.

Í gær sendi KSÍ frá sér yfirlýsingu þess efnis að allt kapp yrði lagt á að ljúka Íslandsmótinu 2020 en hlé var gert á keppni í öllum deildum í byrjun október vegna kórónuveirufaraldursins.

Stefnt er að því að hefja leik að nýju hinn 3. nóvember næstkomandi, að því gefnu að æfinga- og keppnisbann verði afnumið af íslenskum stjórnvöldum.

Þá á keppni í úrvalsdeild kvenna að ljúka hinn 18. nóvember næstkomandi og keppni í 1. deild karla, Lengjudeildinni, að ljúka hinn 14. nóvember. Keppni í 2. og 3. deild karla á einnig að ljúka 14. nóvember, 1. deild kvenna á að ljúka 9. nóvember og 2. deild kvenna 13. nóvember.

Lokaumferð úrvalsdeildar karla – 30. nóvember:

Grótta  KR
HK  KA
Víkingur R.  Fylkir
Stjarnan  Breiðablik
ÍA  Fjölnir
Valur  FH

Lokaumferð úrvalsdeildar kvenna  15. nóvember:

Valur  Selfoss
Fylkir  FH
ÍBV  KR
Þór/KA  Þróttur R.
Stjarnan  Breiðablik

Áður frestaður leikur Fylkis og KR fer síðan fram 18. nóvember.

Leikjaniðurröðun KSÍ fyrir lokaleiki tímabilsins í öllum deildum má sjá með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert