Akureyringar skoruðu níu mörk

Orri Blöndal var á meðal markaskorara Akureyringa í gærkvöld.
Orri Blöndal var á meðal markaskorara Akureyringa í gærkvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Skautafélag Akureyrar vann stórsigur á Skautafélagi Reykjavíkur, 9:2, þegar liðin mættust á Íslandsmóti karla, Hertz-deildinni, í Skautahöllinni í Laugardal í gærkvöld.

Staðan var 3:1 fyrir Akureyringa eftir fyrsta leikhluta og 7:2 eftir annan hluta en það var þó SR sem skoraði fyrsta markið. Styrmir Maack var þar að verki.

Orri Blöndal, Unnar Rúnarsson, Hafþór Sigrúnarson, Jóhann Leifsson og Matthías Stefánsson komu SA í 5:1 en þannig var staðan orðin eftir rúma mínútu í öðrum leikhluta.

Bjarki Jóhannesson minnkaði muninn fyrir SR í 5:2, en Unnar og Andri Sverrisson svöruðu með tveimur mörkum, og á lokasprettinum skoruðu Andri og Halldór Skúlason tvö mörk og innsigluðu sigurinn.

SA er þá komið með 21 stig eftir átta leiki. SR er með 14 stig eftir níu leiki og Fjölnir er með 4 stig eftir níu leiki. 

SR og SA mætast aftur í Skautahöllinni í dag og hefst leikurinn klukkan 17.15.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert