- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Veszprém tyllti sér á toppinn – áfram tapar Magdeburg – myndskeið

Bjarki Már Elísson t.v. og samherjar í Veszprém þakka fyrir leikinn í Bitola í kvöld. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -


Ungverska meistaraliðið Veszprém settist í efsta sæti A-riðils Meistaradeildar Evrópu í handknattleik í kvöld eftir afar öruggan sigur á Eurofarm Pelister, 30:23, í Bitola í Norður Makedóníu. Hvorki Aron Pálmarsson né Bjarki Már Elísson skoruðu í leiknum. Reyndar komu þeir ekki mikið við sögu í leiknum en báðir voru í leikmannahópnum samkvæmt leikskýrslu.

Veszprém hefur 10 stig að loknum sex leikjum, er stigi ofar en Sporting Lissabon sem tapaði í Búkarest í gær.

Eurofarm Pelister, sem er stigalaust eftir sex umferðir, átti aldrei möguleika gegn Veszprém.

Luka Cindric gerði leikmönnum Eurofarm Pelister oft gramt í geði. Ljósmynd/EPA

Luka Cindric var frábær í kvöld með átta mörk og fjórar stoðsendingar fyrir Veszprém. Hugo Descat var næstur með sex mörk eins og landi hans Ludovic Fabregas. Filip Kuzmanovski skoraði sjö mörk fyrir Eurofarm Pelister. Spánverjinn Rodrigo Corrales var mjög góður í marki ungverska meistaraliðsins, varði 15 skot, 38%.

Öruggt hjá Barcelona

Evrópumeistarar Barcelona sýndu mátt sinn og megin á heimavelli í kvöld með sex marka öruggum sigri á þýska meistaraliðinu SC Magdeburg, 32:26. Barcelona er efsti í B-riðli með 12 stig eftir sex leiki. Magdeburg er í sjöunda og næst neðsta sæti með þrjú stig en liðið hefur ekki náð sér á flug í Meistaradeildinni, það sem af er leiktíðar.

Aleix Gomez skoraði átta mörk og var markahæstur Barcelona-manna. Aitor Bengoechea var næstur með fimm mörk. Manuel Zehnder skoraði sex mörk fyrir Magdeburg og Albind Lagergren fjögur. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði þrjú mörk fyrir Magdeburg og Ómar Ingi Magnússon eitt.

Staðan:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -