Neymar úr leik næstu vikurnar

Neymar borinn af velli í St. Étienne.
Neymar borinn af velli í St. Étienne. AFP

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar verður frá keppni í næstu vikurnar, jafnvel allt að átta vikum, eftir að hann var borinn af velli í leik París SG gegn St. Étienne í frönsku 1. deildinni í gær.

PSG  staðfesti í dag að hann hefði tognað á ökkla og liðbönd hefðu skaddast en nánari upplýsingar myndu liggja fyrir innan þriggja sólarhringa. Hann verður því ekki með í deildarleikjum liðsins á næstunni en horfur eru á að þetta komi ekki að sök fyrir franska liðið í Meistaradeildinni.

PSG á eftir leik gegn Club Brugge 7. desember en hefur þegar tryggt sér sæti í sextán liða úrslitunum sem fara ekki fram fyrr en í febrúar.

Parísarliðið vann leikinn við St. Étienne, 3:1, á útivelli og er komið með tólf stiga forskot í frönsku 1. deildinni.

Neymar með boltann í leiknum í gær.
Neymar með boltann í leiknum í gær. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert