Naumur sigur City í stórslagnum

Raheem Sterling skoraði sigurmarkið.
Raheem Sterling skoraði sigurmarkið. AFP

Manchester City fagnaði 1:0-heimasigri á Arsenal í stórlek í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Skoraði Raheem Sterling sigurmarkið í fyrri hálfleik. 

City byrjaði betur og skapaði sér nokkur færi snemma leiks og það skilaði að lokum marki. Phil Foden slapp einn í gegn á 23. mínútu, Bernd Leno í marki Arsenal varði frá honum en Raheem Sterling var fyrstur að átta sig og kom City yfir. 

Arsenal fékk fín færi til að jafna í fyrri hálfleik en Ederson í marki City átti afar góðan leik og varði bæði frá Bukayo Saka og Pierre-Emerick Aubameyang þegar þeir sluppu einir gegn honum.

Ekki var mikið um færi í seinni hálfleiknum og City fagnaði að lokum sigri eftir tvo leiki í röð án sigurs. 

Arsenal er í fimmta sæti deildarinnar með níu stig og City í tíunda sæti með fjögur stig, en Arsenal hefur leikið einum leik meira. 

Man. City 1:0 Arsenal opna loka
90. mín. Það verða að minnsta kosti fjórar mínútur í uppbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert