Barcelona endurheimtir lykilmenn fyrir stórslaginn

Gerard Piqué snýr aftur í leikmannahóp Barcelona um helgina.
Gerard Piqué snýr aftur í leikmannahóp Barcelona um helgina. AFP

Barcelona hefur tilkynnt hvaða 23 leikmenn munu taka þátt í stórslagnum gegn Real Madríd í spænsku 1. deildinni. Tveir lykilmenn liðsins, þeir Gerard Piqué og Sergi Roberto, snúa báðir aftur eftir að hafa glímt við meiðsli.

Piqué hefur verið frá vegna hnémeiðsla í rúman mánuð og Roberto hefur verið frá í rúma tvo mánuði vegna vöðvameiðsla.

Real Madríd tekur á móti Barcelona í stærstu viðureign spænsku 1. deildarinnar á morgun kl. 19 og það er mikið í húfi. Erkifjendurnir eru nefnilega í harðri baráttu við Atlético Madríd um toppsæti deildarinnar.

Fyrir helgina er Atlético í efsta sæti með 66 stig, Barcelona í öðru með 65 stig og Real í því þriðja með 63 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert