Landamæravarnir Taívans brustu eftir nær algjört smitleysi frá upphafi faraldurs

Fyrsta alvöru bylgja kórónuveirufaraldursins hefur gert strandhögg í Taívan og náð töluverðri útbreiðslu. Eyríkið, sem hafði verið smitlaust meira og minna frá því í upphafi faraldursins, glímir nú við erfiða stöðu, en um 3 prósent íbúa eru bólusett.

Flokkur hermanna með sótthreinsibúnað að vopni bíður sig hér undir að leggja til atlögu gegn veirunni á lestarstöð í Taipei undir lok síðasta mánaðar.
Flokkur hermanna með sótthreinsibúnað að vopni bíður sig hér undir að leggja til atlögu gegn veirunni á lestarstöð í Taipei undir lok síðasta mánaðar.
Auglýsing

Eyríkið Taí­van hefur verið svo gott sem smit­laust frá því að kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn fór að breið­ast út um heim­inn í upp­hafi síð­asta árs. Stífar hömlur hafa verið á landa­mærum og allir sem þangað koma hafa þurft að und­ir­gang­ast stífa sótt­kví.

Þetta hefur skilað miklum árangri og hafa sögur af vel­gengni Taí­vana í slagnum við veiruna borist víða, meðal ann­ars til les­enda Kjarn­ans, ekki síst umræða hefur skap­ast hér á landi um þá mis­mun­andi val­kosti sem eyríki hafa til þess að bregð­ast við útbreiðsl­unni.

Þor­steinn Krist­ins­son dokt­or­snemi, sem hefur verið staddur í Taí­van í fleiri mán­uði frá því að far­ald­ur­inn fór af stað, hefur miðlað öfund­verðum lýs­ingum á því hversu eðli­legt lífið í Taí­van hefur verið und­an­farin miss­eri.

„Veit­inga­staðir og eru opnir og troð­fullir alla daga. Þeim var aldrei gert að loka. Barir og skemmti­staðir hafa að mestu leyti fengið að starfa óbreytt. Og já, þeir fá að vera opnir langt fram á nótt. Fyr­ir­tæki og stofn­anir starfa flest án tak­mark­ana. Að frá­töldum nokkrum vikum í vor hafa sund­laugar og lík­ams­rækt­ar­stöðvar verið opn­ar,“ skrif­aði Þor­steinn meðal ann­ars í grein sem birt­ist í Kjarn­anum 14. ágúst í fyrra, þegar ný bylgja var að rísa á Íslandi.

Taí­van hefur verið öfundað af þess­ari vel­gengni, enda smitin fá, dauðs­föll sömu­leiðis og raskið á sam­fé­lag­inu og dag­legu lífi fólks með allra minnsta móti.

Upp­risa far­ald­urs um miðjan maí

En nú er heldur betur komið babb í bát­inn. Smit láku inn í sam­fé­lagið með flug­á­höfn í apr­íl­mán­uði (skömmu eftir að slakað var á sótt­kví­ar­reglum fyrir flug­á­hafn­ir) og síðan þá hafa fleiri en 11 þús­und smit greinst og 260 manns látið lífið í þessu rúm­lega 23 millj­óna manna sam­fé­lagi, lang­flest eftir miðjan maí.

Þróun nýrra daglegra smita í Taívan frá því að faraldurinn hófst síðasta vetur. Mynd: Google/CSSE

Frá upp­hafi far­ald­urs og þar til í byrjun maí höfðu ein­ungis rúm­lega 1.100 smit greinst og 12 manns látið líf­ið. Staðan er því gjör­breytt á skömmum tíma.

Sam­kvæmt umfjöllun Guar­dian um þessa fyrstu alvöru bylgju far­ald­urs­ins í Taí­van virð­ist rík­is­stjórn eyrík­is­ins ekki fylli­lega hafa búið sig undir að veiran gæti farið á veru­legt flug þar inn­an­lands. Nokkrum sinnum hafi munað litlu um að sam­fé­lags­smit færi af stað, en ávallt hafi tek­ist að grípa nægi­lega fljótt inn í með smitrakn­ingu.

Auglýsing

Núna hins vegar er veiran víða um sam­fé­lag­ið, á allt öðrum skala en nokkru sinni áður og þá hefur komið í ljós að að Taí­van er ekki með inn­viði til staðar til þess að fram­kvæma umfangs­miklar fjölda­skimanir fyrir veirunni inn­an­lands.

Það við­ur­kennir sótt­varna­stofnun rík­is­ins sjálf, sam­kvæmt umfjöllun Guar­di­an. „Á sama tíma og við höfum náð árangri í vörnum á landa­mærum er tví­mæla­laust ráð­rúm til þess að gera betur í varn­ar­að­gerðum inn­an­lands,“ hefur frétta­rit­ari blaðs­ins í Taipei eftir stofn­un­inni.

Lítið búið að bólu­setja

Rík­is­stjórnin hefur verið gagn­rýnd fyrir að bregð­ast ekki hraðar við mögu­legu sam­fé­lags­smiti og kæfa það í fæð­ingu. Í grein í tíma­rit­inu For­eign Policy gagn­rýnir blaða­maður í Taí­van rík­is­stjórn­ina fyrir að hika við að grípa til þess ráðs að setja við­búnað á hæsta stig og biðja fólk að halda sig heima — og einnig fyrir að hafa lítið gert til þess að tryggja lands­mönnum bólu­efna­skammta, en ein­ungis er búið að bólu­setja um 3 pró­sent íbúa í Taí­van að minnsta kosti einu sinni.

Stjórn­völd í Taí­van þar hafa reyndar sakað Kín­verja um að gera þeim erfitt fyrir varð­andi öflun bólu­efna, sér­stak­lega hvað varðar samn­ing um bólu­efni frá Pfizer og BioNTech. Sá samn­ingur var á loka­metr­un­um, að sögn for­seta lands­ins, er Kín­verjar „skiptu sér af.“ Þessu neita kín­versk yfir­völd.

Banda­rísk stjórn­völd hyggj­ast senda Taí­vönum 750 þús­und bólu­efna­skammta á næstu dögum í ljósi þess hve þörfin þar í landi fyrir bólu­setn­ingu við­kvæmra hópa er orðin brýn vegna gjör­breyttrar stöðu far­ald­urs­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent