Straumar þrátt fyrir 18 ár aldursmuninn

Elaine Hendrix segir 18 ára aldursmuninn hafa verið passlegan í …
Elaine Hendrix segir 18 ára aldursmuninn hafa verið passlegan í myndinni. Skjáskot/Instagram

Leikkonan Elaine Hendrix og leikarinn Dennis Quaid þurftu ekki að leggja mikið á sig til þess að leika ástfangið par á skjánum þegar þau fóru með hlutverk í The Parent Trap. Hendrix segir þau hafa passað fullkomlega saman þrátt fyrir 18 ára aldursmuninn. 

23 ár eru liðin frá því kvikmyndin, sem skartaði leikkonunni Lindsay Lohan í aðalhlutverki, kom út og af því tilefni spjallaði Hendrix við Insider

„Mér fannst magnaðir straumar vera á milli okkar. Hann er bara svo mikill gaur,“ sagði Hendrix og bætti við að sér fyndist karlar þroskast seinna en konur svo þau hefðu bara átt vel saman. 

Hendrix var 26 ára þegar kvikmyndin var tekin upp og Quaid 44 ára. Aldursmunurinn á persónum myndarinnar var úthugsaður en sagan segir frá föður 11 ára tvíburastúlkna sem tekur saman við yngri konu. 

„Persónan þurfti að vera nálægt stelpunum í aldri en ekki of nálægt svo viðbrögð fólks yrðu ekki „oj þetta er ógeðslegt“,“ sagði Hendrix.

Aldursmunur virðist ekki hafa truflað Quaid í einkalífinu heldur en hann tók saman við 26 ára konu, Lauru Savoie, árið 2019. Savoie er 39 árum yngri en Quaid.

Aldursmunur hefur aldrei verið vandamál í augum Dennis Quaid.
Aldursmunur hefur aldrei verið vandamál í augum Dennis Quaid. Skjáskot/Instagram
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler