Stjóri Blackburn lætur af störfum

Tony Mowbray.
Tony Mowbray. Ljósmynd/EFL

Tony Mowbray, stjóri enska knattspyrnuliðsins Blackburn Rovers verður ekki áfram með liðið. Blackburn endaði í 8. sæti B-deildarinnar og var í baráttu um umspilssæti þar til örlítið var eftir af mótinu.

Hinn 58 ára gamli Mowbray hefur á ferli sínum þjálfað m.a. WBA, Celtic og Middlesbrough. Hann var sá þjálfari í ensku B-deildinni sem hafði verið lengst í starfi en hann tók við Blackburn í miklum vandræðum árið 2017. Hann féll þá með liðið en fékk traustið áfram og kom því á nýjan leik upp í B-deild.

Í síðasta mánuði gaf hann í skyn að hann yrði ekki áfram.

„Það hefur ekkert samtal né viðræður átt sér stað og það er vika í að tímabilið klárist.“

Nú hefur nú verið staðfest að hann mun ekki stýra liðinu áfram. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert