Rólegt næstu daga

Í dag verður hæg breytileg átt en skýjað með köflum …
Í dag verður hæg breytileg átt en skýjað með köflum og dálítil væta á stöku stað. mbl.is/SIgurður Unnar Ragnarsson

Útlit er fyr­ir ró­legt veður næstu daga, að því er seg­ir í hug­leiðing­um veður­fræðings á Veður­stofu Íslands.

Í dag verður hæg breyti­leg átt en skýjað með köfl­um og dá­lít­il væta á stöku stað. Á Norður­landi birt­ir til. Sval­ast verður aust­an til en hiti á land­inu verður á bil­inu 8 til 17 stig.

Á morg­un verður áfram hæg­ur vind­ur en suðaust­an kaldi við suðvest­ur­strönd­ina, að sögn veður­fræðings. Skúr­ir verða á víð og dreif á land­inu og hiti svipaður og í dag, en það hlýn­ar fyr­ir aust­an.

Veður­vef­ur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert