Útlit er fyrir rólegt veður næstu daga, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.
Í dag verður hæg breytileg átt en skýjað með köflum og dálítil væta á stöku stað. Á Norðurlandi birtir til. Svalast verður austan til en hiti á landinu verður á bilinu 8 til 17 stig.
Á morgun verður áfram hægur vindur en suðaustan kaldi við suðvesturströndina, að sögn veðurfræðings. Skúrir verða á víð og dreif á landinu og hiti svipaður og í dag, en það hlýnar fyrir austan.