Valsmaður til Þýskalands

Tumi Steinn Rúnarsson er kominn til Þýskalands.
Tumi Steinn Rúnarsson er kominn til Þýskalands. mbl.is/Unnur Karen

Handknattleiksmaðurinn Tumi Steinn Rúnarsson hefur gengið í raðir Coburg í þýsku B-deildinni frá Val. Tumi er 21 árs leikstjórnandi sem er uppalinn hjá Hlíðarendafélaginu.

Vísir greinir frá og segir Coburg hafa greitt Val fyrir þjónustu Tuma. Tumi gekk aftur í raðir Vals árið 2020 eftir að hafa leikið með Aftureldingu í tvö ár og varð tvöfaldur meistari með Valsliðinu á síðasta tímabili.

Tumi hefur skorað 53 mörk í ellefu leikjum í Olísdeildinni á leiktíðinni, en Valur er í fjórða sæti deildarinnar með átján stig. Hann hefur leikið með yngri landsliðum Íslands og var hluti af U18 ára landsliðinu sem vann silfur á EM 2018.

Coburg er í 13. sæti þýsku B-deildarinnar en liðið mætir Antoni Rúnarssyni og félögum í Emsdetten í næstu umferð en þeir voru um tíma samherjar hjá Val.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert