Leverkusen Þýskalandsmeistari

Victor Boniface skoraði fyrsta mark leiksins.
Victor Boniface skoraði fyrsta mark leiksins. AFP/Ina Fassbender

Karlalið Bayer Leverkusen er Þýskalandsmeistari í knattspyrnu árið 2024, eftir 5:0 sigur á Werder Bremen í dag. Þetta er í fyrsta skipti í 120 ára sögu félagsins sem það vinnur deildina.

Leverkusen hefur ekki tapað leik á tímabilinu hingað til, unnið 25 leiki og gert fjögur jafntefli í deildinni.

Jonas Hofmann braut á Julian Malatin og Leverkusen fékk vítaspyrnu eftir rúmar 20 mínútur. Victor Boniface fór á punktinn og setti hann inn af öryggi.

Annað mark leiksins var glæsilegt en það skoraði Granit Xhaka á 60. mínútu. Hann fékk sendingu út fyrir vítateig og þrumaði boltanum í netið.

Florian Wirtz skoraði svo annað glæsimark leiksins á 84. mínútu en hann hamraði boltanum í netið af löngu færi.

 Á 83. mínútu skoraði Wirtz svo hans annað mark og á 90. mínútu fullkomnaði hann þrennuna.

 Þegar að Wirtz skoraði fimmta markið ruddust stuðningsmenn inn á völlinn og gríðarleg fagnaðarlæti brutust út, áður en dómarinn náði að leikinn af. Hann flautaði leikinn af stuttu síðar.

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert