Björguðu 31 skipverja áður en togari sökk

Vel sjást brunaskemmdir á hlið skipsins. Skipið sökk stuttu eftir …
Vel sjást brunaskemmdir á hlið skipsins. Skipið sökk stuttu eftir að síðustu skipverjarnir komust frá borði. Ljósmynd/Joint Rescue Coordination Centre

Kanadískum viðbragðsaðilum tókst að bjarga 31 manns áhöfn af skeldýrafiskiskipinu Atlantic Destiny í gær eftir að eldur kviknaði um borð. Skipið, sem smíðað var í Skagen í Danmörku árið 2002, sökk klukkustundum seinna.

Það var um klukkan átta á þriðjudagskvöld, að staðartíma, sem eldur kviknaði um borð í Atlantic Destiny og hefur CBC eftir Martin Sullivan, framkvæmdastjóra útgerðarinnar Ocean Choice International, að líklega hafi upptök eldsins verið í vélarrými skipsins. Eldurinn er sagður hafa slegið út allt rafmagn og að sjór hafi byrjað að flæða inn.

12 tíma björgunaraðgerð

Skipið, sem sérhæfir sig í veiði hörpudiska, er um 43 metrar að lengd og var statt á miðunum um 220 kílómetra suður af Yarmouth á suðurströnd Nova Scotia. Aðstæður til björgunar voru erfiðar á þessu svæði sökum hvassviðris og nam ölduhæðin sex til átta metrum.

Aðstæður til björgunar reyndust erfiðar.
Aðstæður til björgunar reyndust erfiðar. Ljósmynd/Joint Rescue Coordination Centre

Áhöfn þyrlu kanadísku strandgæslunnar ásamt þyrlu bandarísku strandgæslunnar, sem kom til aðstoðar, hífði hvern skipverjann upp á fætur öðrum og tók því aðgerðin drjúgan tíma eða um 12 klukkustundir. Auk þyrlanna komu fleiri skip í grenndinni einnig á svæðið til aðstoðar, þar á meðal Cape LaHave, Maude Adams, Atlantic Preserver og Atlantic Protector.

Sullivan segir í samtali við CBC að það hafi verið sorglegt að missa togarann en mikill léttir að tekist hafi að ná öllum skipverjunum. „Við höfðum miklar áhyggjur af áhöfninni um borð og vildum vera viss um að allir kæmust heilir heim,“ segir Sullivan.

Þyrla af gerðinni CH-149 Cormorant kom áhöfninni til bjargar.
Þyrla af gerðinni CH-149 Cormorant kom áhöfninni til bjargar. Ljósmynd/John Davies
Altantic Destiny við bryggju.
Altantic Destiny við bryggju. Ljósmynd/Transportation Safety Board

Hægt var að fylgjast með aðgerðum á vefsjám sem birta ferðir skipa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,69 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 213,60 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,00 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 228,36 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 6,89 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 16.635 kg
Ýsa 451 kg
Steinbítur 211 kg
Ufsi 34 kg
Hlýri 26 kg
Keila 14 kg
Karfi 4 kg
Langa 3 kg
Samtals 17.378 kg
24.4.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.843 kg
Steinbítur 344 kg
Keila 55 kg
Ýsa 54 kg
Ufsi 35 kg
Karfi 16 kg
Hlýri 4 kg
Langa 2 kg
Samtals 2.353 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,69 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 213,60 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,00 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 228,36 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 6,89 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 16.635 kg
Ýsa 451 kg
Steinbítur 211 kg
Ufsi 34 kg
Hlýri 26 kg
Keila 14 kg
Karfi 4 kg
Langa 3 kg
Samtals 17.378 kg
24.4.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.843 kg
Steinbítur 344 kg
Keila 55 kg
Ýsa 54 kg
Ufsi 35 kg
Karfi 16 kg
Hlýri 4 kg
Langa 2 kg
Samtals 2.353 kg

Skoða allar landanir »