Kjarninn byggður í þrepum

Góður gangur er í framkvæmdunum.
Góður gangur er í framkvæmdunum. Ljósmynd/NSLH

Góður gangur hefur verið í uppsteypu svokallaðs meðferðarkjarna, sem verður stærsta og mikilvægasta bygging Nýja Landspítalans við Hringbraut. Þrepagangur er í verkinu frá vestri til austurs. Byggingarnar fimm, kallaðar stangir, verða kláraðar hver af annarri. Á stöng 1, sem er vestast, er farið að móta fyrir sjöttu og efstu hæðinni.

Haft er eftir Árna Kristjánssyni, staðarverkfræðingi Nýs Landspítala í Framkvæmdafréttum NLSH, að fyrstu veggir 6. hæðar í vesturhluta voru steyptir í febrúar og fyrstu þakplatan nú í mars. Helstu verkþættir sem nú eru í vinnslu við uppsteypuna eru við mótauppslátt, járnabendingu, eftirspennu og uppsetningu stálvirkis. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka