Sigur gegn heimakonum í Stokkhólmi

Ásta Júlía Grímsdóttir var öflug í dag.
Ásta Júlía Grímsdóttir var öflug í dag.

Íslenska kvenna­landsliðið í körfu­bolta skipað leik­mönn­um 20 ára og yngri vann 55:45-sigur á heimakonum í Svíþjóð á Norðurlandamótinu í Stokkhólmi í dag. Þetta var annar leikur liðsins í keppninni en Ísland tapaði gegn Finnum í fyrsta leik í gær.

Íslenska liðið var í bílstjórasætinu nær allan leikinn í dag og hafði ellefu stiga forystu í hálfleik, 28:17. Ásta Júlía Grímsdóttir var atkvæðamest hjá Íslandi, rétt eins og gegn Finnum í gær. Hún skoraði 12 stig og tók 17 fráköst. Sigrún Björg Ólafsdóttir skoraði níu stig og gaf fimm stoðsendingar.

Lokaleikur mótsins er á morgun og mætir Ísland þá aftur heimakonum en um er að ræða mót sem Norðurlöndin settu saman eftir að ákveðið var að fara ekki á EM-mót FIBA í ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka