Ættingi drottningar dæmdur fyrir kynferðisbrot

Frændi Elísabetar drottningar var dæmdur fyrir kynferðisbrot.
Frændi Elísabetar drottningar var dæmdur fyrir kynferðisbrot. AFP

Ættingi Elísabetar II Bretlandsdrottningar hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot. Simon Bowes-Lyon, jarl af Strathmore og Kinghorne, réðst á 26 ára konu á heimili sínu Glamis-kastala á Skotlandi í fyrra. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Í málsgögnum kemur fram að konan fái enn martraðir og upplifi ógnarhræðslu eftir atburðinn. Bowes-Lyon játaði sök og segist sjá eftir öllu. 

„Ég vissi ekki að ég gæti hagað mér á þennan hátt en ég gerði það og verð að axla ábyrgð á verknaði mínum. Ég bið umrædda konu innilegrar afsökunar sem og fjölskyldu, vini og samstarfsmenn sem hafa orðið líka fyrir streitu af völdum þessa.“

Jarlinn er skyldur drottningunni í gegnum móðurætt hennar en Glamis-kastali er uppeldisstaður drottningarmóðurinnar og Margrét prinsessa, systir Elísabetar drottningar, fæddist þar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú lendir í útistöðum við náinn vin og tilfinningar þínar eru í uppnámi. Forðastu að vera með stóryrtar yfirlýsingar um líf annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú lendir í útistöðum við náinn vin og tilfinningar þínar eru í uppnámi. Forðastu að vera með stóryrtar yfirlýsingar um líf annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav