Mögulegt umfang hraunrennslis

Myndin sýnir mögulegt umfang hraunrennslis á tveggja kílómetra langri sprungu …
Myndin sýnir mögulegt umfang hraunrennslis á tveggja kílómetra langri sprungu milli Keilis og Litla Hrúts. Ljósmynd/Veðurstofa Íslands

Veðurstofan hefur útbúið tvær myndir sem sýna mögulegt umfang á hraunrennsli ef til eldgoss kemur á Reykjanesskaga. 

Í frétt á vef Veðurstofunnar kemur fram að horft sé á þá tvo staði, við Keili og Fagradalsfjall, sem mælingar gefa til kynna að líklegast sé að kvika brjóti sér leið upp á yfirborðið. Eldgos muni að öllum líkindum ekki ógna byggð.

Myndin sýnir mögulegt umfang hraunrennslis á tveggja kílómetra langri sprungu …
Myndin sýnir mögulegt umfang hraunrennslis á tveggja kílómetra langri sprungu í Fagradalsfjalli. Ljósmynd/Veðurstofa Íslands

Líkön gefa til kynna að um væri að ræða meðalstórt gos um 0,3 km3, sem er sambærilegt að umfangi og Arnarseturshraun á Reykjanesskaga. Til samanburðar er rúmmál gossins í Holuhrauni áætlað um 1,2-1,6 km3.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert