Sér ekki fyrir endann á verkföllum BSRB

Gengið var um ganga Hörðuvallaskóla um miðjan dag í gær, …
Gengið var um ganga Hörðuvallaskóla um miðjan dag í gær, til þess að sinna verkfallsvörslu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Verkföll aðildarfélaga BSRB hafa staðið yfir frá 15. maí. Starfsfólk í leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi halda áfram verkfalli í dag, hafnir í Ölfusi bættust við á mánudaginn og um helgina bætast við sundstaðir og íþróttamiðstöðvar.

Ekki hafa verið boðaðir fleiri fundir í kjaradeilunni, þar sem sáttasemjari sér ekki tilefni til þess, að sögn Sonju Ýrar Þorbergsdóttur formanns BSRB, en síðasti fundur var á mánudaginn.

Þegar Morgunblaðið hafði samband við Sonju var hún á leið af samstöðufundi sem haldinn var í Reykjanesbæ, þar sem mikill hugur var í fólki. Segir Sonja að samstöðufundir séu haldnir flesta daga áður en haldið er í verkfallsvörslu.

Í Ráðhúsi Reykjanesbæjar komu saman á annað hundruð manns og var bæjarstjórnin hvött til þess að reyna að hafa áhrif á samninganefndina um að koma til móts við félögin, að sögn Trausta Björgvinssonar, formanns Starfsmannafélags Suðurnesja.

Það er óhætt að segja að verkfallsaðgerðir hafi haft mikil áhrif víðast hvar. Grípa hefur þurft til þess að skerða skóladaga barna í ákveðnum sveitarfélögum. Víðast hvar hefur ekki verið hægt að bjóða upp á hádegismat og svo mætti lengi telja.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu sem kom út í dag, 25. maí. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert